Heim Sambönd og kynlíf Ólétta og barneignir Fæðingarstyrkir frá stéttarfélögum

Fæðingarstyrkir frá stéttarfélögum

0
2845

 

Hvað eru fæðingarstyrkir frá stéttarfélögum?

Sum stéttarfélög veita einhvers konar styrki til félagsmanna sinna við fæðingu barns. Úthlutunarreglur eru mismunandi eftir stéttarfélögum, sem og styrkupphæðin. Algengt er að fólk hafi þurft að borga félagsgjöld í 6-12 mánuði fyrir fæðingu barns. Algeng upphæð sem fólk fær er í kringum 200.000 krónur.

Hvar er sótt um fæðingarstyrki?

Undir venjulegum kringumstæðum er sótt um fæðingarstyrki í styrktarsjóð stéttarfélaganna. Upplýsingar um fæðingastyrki eru líklega oftast að finna á heimasíðu viðkomandi stéttarfélags. Umsóknum þarf yfirleitt að fylgja:

  • fæðingarvottorð frá Þjóðskrá,
  • afrit að launseðlum,
  • staðfesting frá vinnuveitenda,
  • þar til gert umsóknareyðublað.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

ENGAR ATHUGASEMDIR