Heim Þarf að yfirfara Mæðra- og feðralaun

Mæðra- og feðralaun

0
3282

Hvað eru mæðralaun/feðralaun?

Mæðra- og feðralaun eru styrkir eða greiðslur ætlaðar einstæðum foreldrum sem hafa tvö börn eða fleiri á sínu framfæri. Tryggingastofnun greiðir út mæðralaun.

Hverjir eiga rétt á mæðra/feðralaunum?

Allir einstæðir foreldrar sem eru búsettir á Íslandi og hafa tvö börn eða fleiri á sínu framfæri eiga rétt á slíkum launum. Fari fólk í sambúð fyrnist hinsvegar rétturinn, hvort sem það er með foreldri barnsins eða öðrum aðila.

Hversu há eru mæðra/feðralaun?

Árið 2020 eru mæðralaun/feðralaun sem hér segir:

  • 10.296 krónur á mánuði fyrir tvö börn.
  • 26.769 krónur á mánuði fyrir þrjú börn eða fleiri.

Hvernig er sótt um mæðra- og feðralaun?

Sótt er um á mínu síðum á heimasíðu TR.

Frekari upplýsingar um mæðralaun/feðralaun má finna á heimasíðu TR, s.s. hvaða skjöl þurfa að fylgja umsókninni í ákveðnum tilvikum.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

ENGAR ATHUGASEMDIR