Mannréttindi snúast um að allt fólk njóti grundvallarréttinda sem eru gild allsstaðar í heiminum.

Þrennan

Þrenns konar skilningur er á hugtakinu mannréttindi eftir því hvort er átt við lagaleg-, pólitísk- eða siðferðileg mannréttindi. Lagalega eru mannréttindi þau réttindi sem skilgreind eru í réttindaskrám og alþjóðasamþykktum, til dæmis í Mannréttindasáttmála Evrópu og Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðannaPólitískt er fjallað um mannréttindi sem æskilegt er að tryggja fólki óháð því hvort þau birtast í alþjóðasamþykktum. Siðferðilega er horft á mannréttindi sem réttindi allra óháð öðru. Allir eigi jafnan rétt á þeim.

Mannréttindi eru lífsnauðsynleg, tryggja okkur aðgang að því sem við þurfum til að lifa mannsæmandi lífi. Þau ná yfir öll landamæri, eiga við um allar manneskjur, burt séð hvers kyns þú ert, hvar þú býrð, hverju þú trúir, hvaða ríkisstjórn stjórnar í landinu þínu eða hverjir foreldar þínir eru.

Mannréttindi tryggja þér:

  • Rétt til menntunar,
  • Rétt til jafnréttis gagnvart lögum,
  • Rétt til þjóðernis,
  • Rétt til þess að kjósa,
  • Rétt til tjáningarfrelsis,
  • Rétt til lífs, frelsis og mannhelgi,
  • Rétt til frelsis frá ómannúðlegri eða niðurlægjandi refsingu,
  • Og margt fleira!

Minnihlutahópar og aðrir samfélagshópar

Til þess að tryggja mannréttindi allra, þarf að huga sérstaklega að ákveðnum hópum í samfélögum. Til dæmis eru til sérstök lög til þess að vernda mannréttindi fanga. Það er nauðsynlegt vegna þess að það tryggir þeim ákveðinn aðbúnað í fangelsum. Fangar eiga meðal annars rétt til menntunar á meðan þeir afplána tímann sinn.

Annað dæmi um hóp nýtur sérstakrar verndar eru börn (allir að 18 ára aldri). Þó að manneskja sé ekki sjálfráða hefur hún ákveðin mannréttindi. Til dæmis hefur hún skoðanafrelsi og rétt til einkalífs.

Hef ég einhverjar skyldur tengdar mannréttindum?

Allir hafa ákveðnar skyldur þegar kemur að mannréttindum. Okkur ber að virða mannréttindi annarra. Til dæmis má ekki banna öðrum aðila að taka þátt í lýðræðislegum kosningum. Foreldrar bera þá skyldu að virða mannréttindi barna sinna, sem skráð eru sérstaklega í Barnasáttmálanum. Þar kemur meðal annars fram að börn eigi rétt á trúfrelsi.

Mannréttindastofnanir

Hér á landi starfa fjölmörg samtök og stofnanir sem koma að ýmsum hætti að mannréttindum. Þar má meðal annars nefna Mannréttindaskrifstofu Íslands, Umboðsmann Barna, Unicef, Femínistafélag Íslands, Geðhjálp, Samtökin 78 og Umboðsmann Alþingis.

Fleiri mannréttindatengdar stofnanir má finna hér.

Heimildir:

Hvaðan koma mannréttindi? – Mannréttindaskrifstofa Íslands

Nánari upplýsingar:

Á síðunni Mannréttindi og Ísland má finna alls kyns upplýsingar sem tengjast mannréttindum!

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar