Af hverju?

Þann 8. mars á hverju ári er haldið uppá hinn alþjóðlega baráttudag kvenna (e. international women’s day). Upphaflega sneru kröfur kvenna að kosningarétti og samstöðu verkakvenna en í dag hefur hvert ár sitt þema.

Dæmi um þemu:

  • 2019: „Jafnvægi til hins betra“ (e. Balance for better),
  • 2018: „Þrýst á þróun“ (e. Press for progress),
  • 2017: „Höfum hugrekki til að knýja fram breytingar“ (e. Be bold for change),
  • 2016: „Jöfn jörð fyrir 2030: Stígðu skrefið fyrir kynjajafnrétti!“ (e. Planet 50-50 by 2030, step it up for gender equality!),
  • 2015: „Valdefling kvenna, valdefling mannkyns: Sjáðu það fyrir þér!“ (e. empowering women, empowering humanity: Picture it!).

Athugið að hér á landi er þema ársins ekki alltaf fylgt eftir. Þess í stað er valið þema sem á best við núlíðandi stund á Íslandi.

Sagan

Þann 8. mars 1914 komu saman fjöldi kvenna í Þýskalandi og bárust fyrir bættum kjörum, sama dag árið 1917 gerðu konur slíkt hið sama í Pétursborg. Hugmyndina að baráttudegi kvenna átti þýska kvenréttindakonan Clara Zetkin en hún bar hana upp að borði á fundi Alþjóðasamtaka sósíalískra kvenna í Kaupmannahöfn árið 1910. Árið 1921 var tillagan samþykkr og hinar ýmsu þjóðir fóru að halda upp á daginn.

Hér á landi hefur verið haldið upp á daginn síðan árið 1932. Hin ýmsu samtök minnast dagsins og þennan dag árið 1990 voru Stígamót stofnuð.

Nánari upplýsingar um söguna má finna hér, á síðu kvennasögusafnsins.

Hvað er að gerast í tilefni dagsins?

Hér á landi er dagurinn haldinn hátíðlegur með allskyns samkomum og uppákomum. Vert er að kynna sér það hvort að eitthvað af eftirfarandi samtökum haldi daginn hátíðlegan:

Þá er til sérstök Facebook síða fyrir daginn, hana má finna hér.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar