Hvað er vegabréf?
Vegabréf er ferðaskilríki, gefið út af íslenska ríkinu (Þjóðskrá). Vegabréfið ber með sér vernd ríkisins og rétt til þess að ferðast til og frá ýmsum löndum.
Hvar er sótt um vegabréf?
Sótt er um vegabréf hjá sýslumönnum um allt land. Reykvíkingar sækja um vegabréf hjá sýslumanninum í Kópavogi í Hlíðarsmára 1 en það er Þjóðskrá sem gefur út almenn vegabréf.
Þegar sótt er um vegabréf þarf að hafa meðferðis:
- Eldra vegabréf, sé það til staðar;
- Persónuskilríki með mynd;
- Greiðslu fyrir vegabréfið;
- Samþykki forsjármanns, eigi svo við.
Á staðnum eru tekin andlitsmynd, fingraför og sýnishorn af rithönd.
Gagnlegt ráð: EKKI er hægt að nota passamyndir sem teknar eru fyrir vegabréf í ökuskírteini og að ALLIR sem fengu ökuskírteini fyrir júní 2013 og ætla að endurnýja þurfa að koma með nýja mynd.
Hvað kostar að sækja um vegabréf?
- Almenn afgreiðsla á vegabréfum fyrir 18-66 ára kostar 13.000 krónur og hraðafgreiðsla kostar 26.000.
- Börn og aldraðir greiða 5.600 krónur en 11.000 fyrir hraðafgreiðslu.
- Ekki er hægt að greiða með kreditkorti.
Hversu langan tíma tekur að afgreiða vegabréf?
Almennur afgreiðslutími vegabréfa er tveir virkir dagar, hraðafgreiðslan er einn virkur dagur. Hægt er að sækja vegabréfin til viðkomandi Sýslumanns eða send umsækjanda í pósti. Athugið að ef umsækjandi getur ekki sjálfur sótt vegabréfið er hægt að veita öðrum umboð Þó er hægt óska eftir hraðafgreiðslu en þá verður að greiða sérstakt gjald fyrir það. Slík vegabréf eru sótt í afgreiðslu Þjóðskrár Íslands eða send umsækjanda í pósti.
Hvaða lönd krefjast þess að Íslendingar framvísi vegabréfum?
Öll lönd.
Lengi gátu Íslendingar ferðast um Norðurlöndin á ökuskírteini, en frá og með 24. nóvember 2016 er það ekki raunin. Þú verður því að taka vegabréfið með þér til Norðurlandanna.
Auk þess ættu Íslendingar (tæknilega séð) ekki að þurfa að framvísa vegabréfi á Schengen-svæðinu heldur eingöngu löggildum persónuskilríkjum. Íslenskt vegabréf er þó það eina sem er vottað sem slíkt og því ekki um raunverulegan vegabréfslausan munað að ræða.
Vegabréf þurfa að gilda í allavega 6 mánuði fram yfir áætlaða heimkomu, sérstaklega ef þú ferðast út fyrir EES.
Frekari upplýsingar og svör við algengum upplýsingum um vegabréf má nálgast á heimasíðu Þjóðskrár.
Ertu að fara ferðast ?
Kíktu á greina: „Gátlisti fyrir ferðalög til útlanda“ Þar telja starfsmenn Áttavitans upp það sem þykir vera miklivægt að huga sérstaklega að áður en haldið er af stað í ferðalag erlendis.
Nánari upplýsingar:
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?