Til eru fjölmargar vefsíður þar sem hægt er að leita uppi ódýrar flugferðir. Oft er gott að leita á fjölbreyttum síðum, bæði hjá flugfélögum og á sérstökum flugleitarsíðum. Ódýrasta flugið er ekki alltaf besti kosturinn, sér í lagi þegar maður á langa ferð fyrir höndum. Þjónusta, vegalengd að áfangastað og ýmislegt fleira getur einnig skipt máli. Þegar pantað er flug með lággjaldaflugfélögum er gott að kynna sér eftirfarandi:
 • Hver er vegalengdin frá flugvelli að loka áfangastað sem stefnt er á, og hvað kostar að ferðast þangað?
 • Er matur seldur um borð í vélinni eða er hann ókeypis?
 • Þarf að greiða fyrir sætaval, t.d. ef óskað er eftir að sitja við glugga eða nálægt neyðarútgang.
 • Hversu mörg kílógrömm, eða hversu margar einingar, má hafa með farangri?
 • Þarf að greiða fyrir teppi, kodda, heyrnartól eða annan búnað?
 • Eru millilendingar að áfangastað?

Flugleitarsíður:

 • Dohop er mjög ódýr og góð síða sem leitar hjá yfir 600 flugfélögum. Einnig hægt að finna hótel og bílaleigur.
 • Skyscanner er síða sem leitar hjá yfir 1000 flugfélögum.
 • Book Iceland er síða sem leitar sérstaklega að flugum til og frá íslandi.
 • Visitor er íslensk síða sem leitar að flugum, hótelum, bílaleigum, leiguflugi og skutli til og frá flugvelli.
 • Momondo er einföld flugleitarvél sem býður líka upp á ýmis heilræði á ferðalögum.
 • eBookers er bresk flugleitarvél.
 • eDreams leitar að ódýrum flugum.
 • Hipmunk er síða með einfaldri framsetningu á verðum og ferðatímum í flugi og býður upp á hótelleit.
 • Matrix býður upp á fjölda möguleika í leit að réttu flugfari.
Þá er einnig hægt að fara á vefsíður þeirra flugfélaga sem fljúga til og frá Íslandi og leita þar. Vefsíða Keflavíkurflugvallar heldur úti flugáætlun þar sem hægt er að kynna sér hvaða flugfélög nýta sér þjónustu vallarins.

 

Flugfélög sem fljúga innanlands:

 

 • Var efnið hjálplegt?
 •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar