Öryggi
Hver einasta flugvél í heiminum hefur farið í gegnum fjölda öryggisprófanna. Samkvæmt fluglögum fær flugvél ekki að fljúga nema að það sé hægt að sanna að það taki aðeins 90 sekúndur að koma öllum farþegum út úr vélinni ef til nauðlendingar kemur.
Hvað gerist við nauðlendingu?
Mikilvægast er að halda ró sinni. Örvænting og æsingur getur skapað öngþveiti sem hindrar að allir komist örugglega út úr vélinni. Áhöfnin er þaulæfð í því að bregðast við aðstæðum sem þessum og því verður að hlusta á allar leiðbeiningar vel.
Reynið að finna út hvort nauðlent sé á vatni eða landi. Sé það á vatni er björgunarvesti undir sætunum. Alls ekki blása þau upp fyrr en komið er út úr vélinni.
Varast ber reyk!
Sé reykur í flugvélinni skaltu fara niður á fjóra fætur. Reyndu eftir fremsta megni að anda ekki að þér reyknum – hann er eitraður. Þú skalt nota lýsinguna í gólfinu til að komast að næsta neyðarútgangi. Um leið og vélin lendir mun áhöfnin opna neyðarútganga og rennibraut mun blásast upp. Farþegar skulu byrja að renna sér niður þá og þegar. Ef lent er á vatni verður áhöfnin búinn að koma fyrir stórum björgunarbátum neðan við rennibrautina. Komdu þér fyrir þétt upp við aðra manneskju til að þið haldið á ykkur hita sé kalt úti. Ef nauðlent er á landi skaltu reyna að koma þér að minnsta kosti 500 m frá vélinni, hún gæti sprungið. Mundu að líf þitt og annarra er dýrmætara en eigur þínar. Ef til nauðlendingar kemur á alls ekki að reyna að bjarga eigum sínum.
Annars segjum við bara BON VOYAGE!
Mundu að líkurnar á flugslysi eru aðeins 1 á móti 1.2 milljón!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?