Hvað er einkaflugmannspróf?
Einkaflugmannspróf er fyrsta stigið í flugnámi. Það veitir réttindi til þess að fljúga litlum og einföldum flugvélum með vini og vandamenn, en ekki réttindi til þess að fljúga með farþega gegn gjaldi, farm eða póst.
Námið er bæði bóklegt og verklegt. Bóklegi hlutinn er 150 klukkustundir á framhaldsskólastigi, sem hægt er að taka í kvöldskóla eða dagskóla. Í honum læra nemendur um flugvélar, flugveðurfræði, flugreglur, fjarskipti, áætlanagerð og margt fleira. Verklegi hlutinn felst í því að fljúga í samtals 45 tíma, þar af minnst 25 tíma með kennara, 10 tíma í einflugi og 5 tíma í yfirlandsflugi.
Fimm skólar á Íslandi kenna einkaflug:
Er flugnám fyrir mig?
Flestir byrja á því að fara í kynnisflug til þess að komast að því hvort flugnám henti þeim. Hægt er að bóka kynnisflug á vefsíðum Keilis, Geirfugls, FA og FÍ.
Til þess að fá inngöngu í flugnám þarf að:
- vera minnst 16 ára (lágmarksaldur fyrir flugskírteini er 17)
- hafa hreina sakaskrá
- hafa gott vald á íslensku og ensku
- standast 2. flokks læknisskoðun, vera heilbriðgur á líkama og geði og með góða sjón (verður að hafa litasjón). Hægt er að panta tíma hjá sérstökum fluglækni á Fluglækningastofnun, Ármúla 1a. Sími 551-6900.
Hvað er atvinnuflugmannspróf?
Atvinnuflugpróf veitir réttindi til þess að fljúga stærri vélum og flytja farþega, farm og póst gegn gjaldi. Það skiptist í bóklegan og verklegan hluta. Bóklegi hlutinn tekur tvær annir, og verklegi hlutinn tekur yfirleitt tvö ár. Inntökuskilyrðin eru mjög ströng, en til dæmis þarf maður að hafa lokið einkaflugmannsprófi, hafa flogið í minnst 150 tíma og fá 1. flokks læknisvottorð frá svokölluðum fluglækni.
Hvar er hægt að læra atvinnuflug ?
Flugakademía Keilis og Flugskóli Helga Jónssonar og kenna atvinnuflug.
Annars konar flugnám
Flugskóli Íslands og Flugakademía Keilis bjóða margs konar nám sem tengist flugi:
- Grunnnámskeið fyrir flugfreyjur og flugþjóna er sjö vikna námskeið sem veitir leyfi til þess að starfa sem flugþjónn. Miklar inntökukröfur eru í námið, sem felst að miklu leyti í því að læra um öryggi og viðbrögð við neyðartilfellum. Athugið að sum flugfélög vilja mennta sína flugþjóna sjálf og því getur verið sniðugt að sækja flugþjónanámskeið hjá flugfélögunum frekar en í flugskólum.
- Nám í flugvirkjun er starfsnám sem veitir réttindi til þess að gera við flugvélar og viðhalda þeim.
- Nám í flugumferðarstjórn undirbýr fólk til þess að vinna við flugumferðarstjórn á flugvöllum. Flugumferðarstjórn er krefjandi starf sem krefst mikil skipulags.
- Nám í flugumsjón veitir réttindi til þess að starfa við flugumsjón, þ.e. að undirbúa og skipuleggja flugáætlanir, og margt fleira.
- Blindflugnám veitir flugmönnum réttindi til þess að fljúga í þoku og myrkri og er gagnleg viðbót við einkaflumannsprófið en nauðsynlegt fyrir atvinnuflugmenn. Einnig kennt hjá Geirfugli.
- Áhafnarsamstarf er námskeið sem gerir flugmönnum kleyft að fljúga vélum sem krefjast fleiri en eins flugmanns.
- Flugkennaranám veitir flugmönnum réttindi til þess að kenna flug. Einnig kennt hjá Flugskóla Helga Jónssonar.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?