Svo lengi lærir sem lifir og lifir sem lærir og allt það. Skólinn á huga margra allan veturinn þar sem maður kappkostar við að læra algebru, bragfræði og sögu Zúmera. En hvernig væri að nýta sumarið í að læra eitthvað skemmtilegt? Skelltu þér á sumarnámskeið!
Upplýsingar um námskeið
- Vefurinn fristund.is safnar saman upplýsingum um námskeið hvert sumar í Reykjavík og á höfuðborgarsvæðinu. Smelltu bara inn aldrinum þínum og þá koma upp margir möguleikar. Dæmi um möguleika fyrir 16-25 ára einstaklinga eru til dæmis:
- Lyftinganámskeið
- Óperuakademía
- Veda-list
- Dansnámskeið
- Sjálfstyrkingarnámskeið
- Betra nám býður upp á fjarnám í:
- Hraðlestri
- Lestri fyrir lesblinda
- Minnistækni
- Stærðfræðilestri
- Siglingarfélagið Brokey stendur fyrir siglingarnámskeiði á skútu fyrir fólk á öllum aldri.
- Dale Carnegie er með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir ungt fólk (10-20 ára og 21-25 ára).
- Mímir er með tungumálanámskeið allt árið. Á sumrin eru aðallega námskeið í íslensku fyrir fólk með annað móðurmál.
- Ljósmyndari.is býður upp á námskeið í ljósmyndun og myndvinnslu.
Ef þú veist um fleiri sumarnámskeið fyrir þennan aldurshóp, endilega láttu okkur vita í athugasemdakerfi!
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?