Hvað er sumarskóli?
Sumarskóli er tækifæri til þess að klára áfanga í framhaldsskólanámi á sumrin, utan hins hefðbundna skólaárs. Sumir nýta sér sumarskólann til að flýta fyrir útskrift, aðrir til þess að bæta við sig þekkingu, aðrir til að undirbúa sig fyrir háskólanám og enn aðrir til þess að vinna upp áfanga sem þeir hafa fallið í.
Sumarskólinn tekur einn mánuð og er kenndur á kvöldin eftir áfangakerfi.
Hvaða skólar bjóða upp á sumarskóla?
- Fjölbrautaskólinn í Breiðholti býður upp á Sumarskóla, en hægt er að fá námið þar metið til eininga í hefðbundnu „vetrarnámi“ í flestum framhaldsskólum. Á vef sumarskólans er hægt að nálgast meiri upplýsingar um skólann, og skrá sig í hann.
Hvað kostar að fara í sumarskóla?
Í sumarskóla FB er borgað fyrir hverja einingu, kr. 6.900,-, en því fleiri einingar sem eru teknar, því meiri magnafsláttur er í boði.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?