Hvar getur fólk fengið ókeypis lögfræðiaðstoð?

Fólk á oft rétt á ókeypis lögfræðiaðstoð og -áliti í gegnum félög sem það greiðir gjöld til, t.d. stétta- og starfsmannafélög. Margir vita þó ekki um þennan rétt sinn. Einnig eru ákveðin félagasamtök sem bjóða upp á ókeypis lögfræðiþjónustu. Hér að neðan má finna frekari upplýsingar.

  • Lögmannavaktin býður upp á ókeypis lögfræðiaðstoð og -þjónustu. Það eru félagsmenn í Lögmannafélagi Íslands sem sjá um að veita fólki ráðgjöf. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Lögmannafélags Íslands.
  • Orator, félag laganema við HÍ, býður upp á ókeypis lögfræðiaðstoð símleiðis. Á fimmtudagskvöldum sitja fyrir svörum þrír meistaranemar í lögum og lögfræðingur þeim til halds og trausts. Frekari upplýsingar má nálgast á Facebook síðu lögfræðiaðstoðar Orators.
  • Lögrétta, félag laganema við HR, veitir fólki ókeypis lögfræðiaðstoð. Allar upplýsingar má nálgast á heimasíðu Lögfróðs.
  • Kvennaráðgjöfin er ókeypis lögfræði- og félagsráðgjöf fyrir konur. Opið er á þriðjudagskvöldum frá kl. 20:00 til 22:00 og fimmtudögum frá kl. 14:00 til 16:00. Nánari upplýsingar má nálgast á heimasíðu Kvennaráðgjafarinnar.
  • Mannréttindaskrifstofa Íslands býður innflytjendum upp á ókeypis lögfræðiaðstoð.  Ráðgjöfin fer fram í húsnæði skrifstofunnar á miðvikudögum frá kl. 14:00 til 20:00 og á föstudögum frá kl. 9:00 til 14:00. Tímapantanir eru í síma 552-2720 eða á info@humanrights.is.
  • Stéttarfélögin bjóða oft félagsmönnum sínum upp á ókeypis lögfræðiaðstoð. Best er að hafa samband við sitt stéttarfélag og kynna sér málið.
  • Önnur félagasamtök sem maður hefur aðild að kunna einnig að bjóða félagsmönnum sínum upp á ókeypis lögfræðiaðstoð. Því er vert að kynna sér vel hvort slíkt standi til boða.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar