Hvað telst til ofbeldis gagnvart börnum?
Börn eru einstaklingar á aldrinum 0-18 ára. Þegar fólk hugsar um ofbeldi koma oft líkamsmeiðingar fyrst upp í hugann. En ofbeldi er margþætt og mætti skipta í þrjá flokka: líkamlegt, andleg og kynferðislegt. Þannig eru hótanir, flengingar, niðurlægingar, niðrandi athugasemdir og öskur allt dæmi um ofbeldi gagnvart börnum. Þegar börn verða vitni að heimilisofbeldi, þar sem annar aðili á heimilinu er þolandi, flokkast það einnig sem ofbeldi gagnvart börnunum sem verða vitni af því.
Hvað skal gera ef fólk verður vart við ofbeldi gagnvart börnum?
Hverjum manni er samkvæmt lögum skylt að tilkynna yfirvöldum um ofbeldi, vanrækslu eða illa meðferð á barni, verði hann var við slíkt. Einfaldast er að hringja í Neyðarlínuna í síma 112. Einnig er hægt að hafa samband við Barnaverndarnefnd í síma 552-8999.
Hvert geta börn og unglingar leitað ef þau eru beitt ofbeldi?
Börn og unglingar sem verða fyrir ofbeldi á heimili sínu eða annars staðar geta sjálf leitað til Barnaverndarnefndar. Það eru þó fleiri aðilar sem geta hjálpað börnum og unglingum sem búa við slæmar aðstæður. Hér að neðan er listi yfir helstu aðila hjálpa þeim sem búa við heimilisofbeldi.
- Félagsþjónusta sveitarfélaganna. Á vegum sveitarfélaganna starfar fagfólk sem getur veitt ýmis konar félagslega ráðgjöf. Þangað geta fjölskyldur og börn leitað, rætt málin og leitað úrlausna á sínum vandamálum. Lista yfir þjónustumiðstöðvar Reykjavíkurborgar má nálgast á síðu borgarinnar.
- Heilsugæslustöðvar. Margar heilsugæslustöðvar hafa opnað sérstaka móttöku fyrir ungt fólk á aldrinum 13-20 ára. Þangað geta ungmenni leitað til að ræða um heilsu sína og líðan. Á forsíðu Heilsugæslunnar í Reykjavík má sjá hvaða heilsugæslustöðvar tilheyra hverju hverfi.
- Starfsfólk skólanna. Nemendur eiga að geta leitað til starfsfólks skóla með trúnaðarmál, s.s. umsjónarkennara, námsráðgjafa, skólahjúkrunarfræðings eða annarra. Ef um heimilisofbeldi er að ræða geta þessir aðilar tilkynnt um ofbeldið til Barnaverndarnefndar og leiðbeint um næstu skref.
- Samtök um kvennaathvarf. Kvenna athverfið gerði þetta myndband sem aðgengilegt efni fyrir börn um ofbeldi gegn þeim og heimilisofbeldi. Á vefsíðu kvennaathvarsins má einnig finna upplýsingar um heimilisofbeldi.
- Á vefsíðu Barnaverndarstofu má finna frekari upplýsingar um heimilisofbeldi, kynferðisofbeldi og ofbeldi gagnvart börnum.
- Blátt Áfram er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Á vef verkefnisins má finna mikið af fræðslu- og forvarnarefni.
- Stígamót aðstoða líka fólk, þar á meðal börn, sem orðið hafa fyrir kynferðisofbeldi. Síminn hjá Stígamótum er 562-6868 og 800-6868.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?