Hvað er mæðravernd?
Mæðravernd, eða meðgönguvernd, er ókeypis þjónusta sem býðst öllum óléttum konum. Í mæðravernd er fylgst með heilsu móður og barns meðan á meðgöngu stendur. Yfirlýst markmið mæðraverndar eru:
- að stuðla að heilbrigði móður og barns;
- að veita faglega umönnun, stuðning og ráðgjöf;
- að greina áhættuþætti og bregðast við þeim;
- að veita fræðslu um meðgöngu og fæðingu.
Hvar er boðið upp á mæðravernd?
Mæðravernd fer fram á öllu heilsugæslustöðum höfuðborgarsvæðisins og sækja foreldrar þjónustuna til sinnar heilsugæslustöðvar. Sum þjónusta fer þó fram á Landspítalanum, þ.e.a.s. ómskoðunin.
Ef fólk veit ekki hvaða heilsugæslustöð það tilheyrir getur það leitað eftir heimilisfangi á heimasíðu Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Hvað kostar að fara í mæðravernd?
Mæðravernd er ókeypis þjónusta sem býðst öllum ófrískum konum.
Hvenær er farið í mæðravernd?
Reglulega er farið í mæðravernd á meðgöngunni, en fyrsti fundur með ljósmóður er á 12. viku. Best er að panta skoðun tímanlega hjá heilsugæslunni í hverfinu. Hér að neðan má sjá frekari upplýsingar um skoðanir, hvenær þær eru og hvað fer fram í þeim.
- 12. vika: Veittar eru upplýsingar um mataræði, lifnaðarhætti, þjónustu sem er veitt á meðgöngu, tryggingavernd og komandi skoðanir. Nokkrar mælingar eru gerðar, s.s. á blóðþrýsting, hæð og þyngd, þvagi og blóði.
- 16. vika: Farið er yfir niðurstöður skimana og þær ræddar. Mælingar eru gerðar, s.s. á blóðþrýstingi og þvagi.
- 25. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag.
- 28. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag. Konum í rhenus neikvæðum blóðflokki er boðið í mælingu á rauðkornamótefnum.
- 31. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag.
- 34. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag.
- 36. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag. Fósturstaða er könnuð. Konum í rhenus neikvæðum blóðflokki er boðið í mælingu á rauðkornamótefnum.
- 38. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag. Fósturstaða er könnuð.
- 40. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag. Fósturstaða er könnuð.
- 41. vika: Legbotnshæð er mæld, sem og blóðþrýstingur og þvag. Möguleikar á belgjalosun skoðaðir ef ákveðið hefur verið að framkalla fæðingu.
Gott er að hafa í huga . . .
- að fjöldinn allur af upplýsingur um óléttuna, meðgönguna og barnið má finna á heimasíðunni Ljósmóðir.is. Eins má finna töluvert af fræðsluefni á upplýsingasíðu heilsugæslunnar.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?