Hvað er frístundakort Reykjavíkurborgar?
Frístundakortið er styrkjakerfi fyrir 6 til 18 ára börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu. Styrkurinn er 50.000 kr. á barn fyrir árið. Ekki er um beingreiðslu til forráðamanns að ræða heldur niðurgreiðslu sem auðveldar foreldrum að koma börnum sínum í uppbyggilegt frístundastarf.
Hvar er hægt að nota frístundakortið?
Fjölmörg félög eru aðilar að frístundakortinu. Skilyrðin eru að starfsemin fari fram undir leiðsögn starfsmanna og leiðbeinanda sem eru hæfir til að starfa með börnum og unglingum.
Hvar er sótt um frístundakortið?
Sótt er um frístundakortið á Rafrænni Reykjavík.
Á heimasíðu Reykjavíkurborgar má nálgast frekari upplýsingar um frístundakortið.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?