Hvar er hægt að finna vinnu erlendis?

Til að hafa uppi á starfi erlendis er best að fara í gegnum erlendar vinnumiðlanir. Hér að neðan má finna hlekki á síður sem ættu að auðvelda fólki starfsleit og önnur góð ráð.

Atvinnuleit á Norðurlöndum

Öll Norðurlöndin halda úti opinberum vinnumiðlunum.

Atvinnuleit annarsstaðar en á Norðurlöndum

Til að hafa upp á vinnu annarsstaðar í Evrópu er best að fara í gegnum EURES. Hjá Vinnumálastofnun vinnur EURES-ráðgjafi sem aðstoðar fólk við leitina og getur gefið góð ráð.

  • EURES er opinber vinnumiðlun EES landanna.
  • EURES á Íslandi heldur einnig úti lista yfir laus störf.
  • Einnig má finna hlekki á evrópskar einkareknar vinnumiðlanir. Þær eru flokkaðar eftir löndum.

Hægt er að flytja atvinnuleysisbótaréttinn með sér út

Hægt er að flytja atvinnuleysisbótarétt frá Íslandi til annarra EES landa í allt að 3 mánuði. Til þess þarf maður að verða sér úti um E-303 eyðublað sem hægt er að fá hjá Vinnumálastofnun. Til að flytja bótaréttinn út þarf maður að hafa verið á atvinnuleysisskrá í 4 vikur og sækja þarf um E-303 þrem vikum fyrir brottför.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar