Hvað eru þúsaldarmarkmið Sameinuðu þjóðanna?

Þúsaldarmarkmiðin eru raunhæf og tímasett markmið, ætluð til hjálpar í baráttunni gegn fátækt, hungri, sjúkdómum, ólæsi og mismunun gegn konum. Þau eru niðurstaða alþjóðlegs samkomulags sem samþykkt var á Þúsaldarfundi Sameinuðu þjóðanna í september árið 2000 af leiðtogum ríkja heims. Með markmiðunum er stefnt að því markmiði að helmingafátækt í heiminum fyrir 2015.

Hver eru  þúsaldarmarkmiðin ?

Markmiðin eru 8 og samhliða þeim eru nokkur undirmarkmið eða áfangar sem ætlaðir eru sem nokkurs konar framkvæmdaáætlun um hvernig uppfylla eigi markmiðin.  Þú getur lesið þig nánar til um hvert markmið og þeirra undirmarkmið á vefnum hér.

8 helstu áhersluatriði yfirlýsingarinnar eru kölluð Þúsaldarmarkmið um þróun og eru eftirfarandi:

1. Eyða fátækt og hungri

  • Fækka á því fólki sem býr við örbirgð um helming á tímabilinu 1990 til 2015.
  • Fækka á um helming því fólki sem þjáist af hungri á sama tímabili.

2. Tryggja að öll börn njóti grunnskólamenntunar

  • Tryggja á að bæði stúlkur og drengir ljúki grunnskólanámi.

3. Vinna að jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt kvenna

  • Eyða á kynjamisrétti til skólagöngu í grunn- og framhaldsskólum, helst fyrir árið 2005, og á öllum skólastigum fyrir 2015.

4. Lækka dánartíðni barna

  • Lækka á dánartíðni barna undir fimm ára um tvo þriðju á tímabilinu 1990 til 2015.

5. Vinna að bættu heilsufari kvenna

  • Lækka á dánartíðni vegna vegna þungunar eða barnsburðar um þrjá fjórðu á tímabilinu 1990 til 2015.

6. Berjast gegn alnæmi, malaríu og öðrum sjúkdómum sem ógna mannkyninu

  • Stöðva á útbreiðslu eyðni, malaríu og annarra sjúkdóma sem ógna mannkyninu fyrir árið 2015.

7. Vinna að sjálfbærri þróun

  • Hrinda á ríkjaáætlunum um sjálfbæra þróun í framkvæmd, helst fyrir árið 2005, og snúa þannig við neikvæðri þróun umhverfisáhrifa fyrir árið 2015.
  • Lækka á um helming hlutfall þeirra sem ekki hafa aðgang að öruggu neysluvatni og fullnægjandi hreinlæti á tímabilinu 1990 til 2015.
  • Fyrir árið 2020 skulu lífsskilyrði a.m.k. 100 milljón íbúa í fátækrahverfum stórborga hafa batnað.

8. Styrkja hnattræna samvinnu um þróun

  • Vinna á frekar að opnu og sanngjörnu viðskipta- og fjármálakerfi sem byggir á skýrum reglum.
  • Taka skal á málefnum fátækustu þróunarríkjanna, m.a. með því að leggja af innflutningsgjöld og kvóta á útflutningsvörur þeirra, leysa skuldabyrði ríkjanna með lækkun skulda, og með auknum framlögum til opinberrar þróunaraðstoðar.
  • Taka á tillit til sérstöðu landluktra ríkja og smárra eyríkja.
  • Vinna á með lyfjaiðnaðinum að því að veita fátækum ríkjum aðgang að mikilvægum lyfjum.
  •  Vinna á að því ásamt einkageiranum að veita þróunarríkjum aðgang að nýjustu upplýsinga- og samskiptatækni.

Nánar má lesa um hvert markmið fyrir sig á vefnum http://un.is/um-sameinudu-thjodirnar/thusaldarmarkmidin

Hver ákvað hver þúsaldarmarkmiðin ættu að vera ?

Stutta svarið er; Leiðtogar heims undir hatti sameinuðu þjóðanna. En það var í september árið 2000 að leiðtogar heimsins komu saman í höfuðstöðvum Sameinuðu þjóðanna í New York á svo kölluðum þúsaldarfundi og samþykktu markmiðin sem skildu vera leiðarljós fyrir bætum hag mannkyns um allan heim.

Heimildir og frekari upplýsingar um þúsaldarmarkmið SÞ

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar