Á hverju ári er sveitastjórnarþing Evrópuráðs haldið tvisvar og ungu fólki boðið að taka þátt. Frá hverju landi sem á sæti á þinginu, er einni ungri manneskju boðið að koma. Samtals eru því um 47 ungmenni sem taka þátt. Tilgangurinn er sá að raddir ungs fólks heyrist og móti ákvörðunartöku þingsins. Evrópuráð greiðir fyrir ferðakostnað og uppihald ungmennafulltrúa á meðan þinginu stendur.

Hvað er sveitastjórnarþing?

Á þingið mætir fólk sem vinnur að sveitastjórnarmálum. Þar koma t.d. saman borgar- og bæjarstjórar, sveitastjórnarfólk og fólk sem vinnur í svæðisbundinni pólitík. Þá koma auðvitað ungmennafulltrúar úr hverju landi fyrir sig. Helsta markmið þingsins er að efla lýðræði, deila reynslu og styrkja

Hverjar eru kröfurnar fyrir ungmennafulltrúa?

Fulltrúi hvers lands þarf að vera á aldursbilinu 18 – 30 ára og virkur í ungmennastarfi. Umsóknarfrestur er yfirleitt um miðjan janúar ár hvert. Ásamt því að mæta tvisvar á þing, þarf hver ungmennafulltrúi að vinna að sínu eigin grasrótarverkefni. Fulltrúarnir fá stuðning Evrópuráðsins og aðstoð leiðbeinanda.

Í umsókninni sem skilað er inn til Evrópuráðs eru umsækjendur beðnir um að segja frá sjálfum sér, t.d. hvernig þeir hafa komið að samfélagsþátttöku, hverju þeim myndi langa að breyta í heimalandinu og fleira. Þá er spurt um það hvað umsækjendur haldi að þeir myndu fá út úr reynslunni.

Viltu vita meira um Evrópuráðið? Smelltu hér!

Hef ég áhuga á þessu?

Það er heilmikið tækifæri að fara út sem ungmennafulltrúi. Leitast er eftir fjölbreyttum hópi ungs fólks eins og nemendum, aktívistum og ungu fólki í stjórnmálum og ungmennafélögum. Ef þú svarar meirihluta spurninganna játandi, þá ættiru kannski að íhuga að sækja um.

  • Ertu á aldrinum 18 – 30 ára?
  • Talaru góða ensku?
  • Hefurðu áhuga á stjórnmálum?
  • Viltu öðlast reynslu af alþjóðlegum stjórnmálum?
  • Langar þig að prófa að sitja þing í Evrópuráðinu?
  • Ertu hugmyndarík/t/ur og langar að efla aðkomu ungs fólks?
  • Langar þig að víkka tengslanetið og kynnast öðru ungu fólki sem brennur fyrir bættu samfélagi?
  • Langar þig að framkvæma grasrótarverkefni þar sem gæti komið sér vel að vera með stórt stuðningsnet?

Hvernig sæki ég um?

Evrópuráð óskar eftir umsóknum á hverju ári. Hægt er að senda þeim póst á congress.youth@coe.int og fá nánari upplýsingar.

Heimildir:

Myndir af ungmennafulltrúum

Upplýsingabréfið frá 2018

Síða sveitastjórnarþingsins

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar