Hvað þýðir þrískipting ríkisvaldsins?

Þrískipting ríkisvaldsins er hugmynd um stjórnmál sem franski stjórnmálaspekingurinn Charles Montesquieu lagði fyrstur manna fram.

Hugmyndin var lögð fram þegar allt vald ríkisins var í höndum konunga og keisara. Þrískipting ríkisvaldsins gengur hins vegar út á það að valdi ríkisins sé skipt í þrennt; löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Þannig átti að koma í veg fyrir að einn aðili fengi of mikið vald yfir samfélaginu. Markmiðið er að tryggja jafnvægi í ríkisvaldinu og koma í veg fyrir harðstjórn yfirvalda yfir íbúum landsins.

Hvað er löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald?

  • Löggjafarvald er rétturinn og valdið til þess að setja lög ríkisins og breyta þeim.
  • Framkvæmdavald er rétturinn, valdið og skyldan til þess að fylgja lögum ríkisins eftir og hrinda þeim í framkvæmd.
  • Dómsvald er valdið til þess að meta hvort farið sé að lögum ríkisins og hvort framkvæmdavaldið hafi framkvæmt þau rétt.

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar