Hvað eru ráðherrar og ríkisstjórn?
Ráðherrar Íslands fara saman með framkvæmdavaldið, hver með sinn málaflokk. Saman mynda þeir ríkisstjórn Íslands.
Forsætisráðherra er leiðtogi ráðherrana og stýrir fundum ríkisstjórnarinnar. Aðrir ráðherrar eru mismargir en forsætisráðherra skipar þá yfir tiltekna málaflokka hverju sinni.
Allir ráðherrarnir þurfa þó að hljóta staðfestingu forsetans og njóta stuðnings meirihluta þingsins (sjá grein um þingræði).
Hvað gera ráðherrarnir?
Hver ráðherra er æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar í þeim málaflokki sem hann fer með. Ráðherrar stýra sínum ráðuneytum og móta þeim pólitíska stefnu. Þeir eru ábyrgir fyrir ráðuneytunum og stofnunum þeirra gagnvart Alþingi.
Ráðherra hefur yfirleitt einn pólitískan aðstoðarmann og síðan ráðuneytisstjóra í hverju ráðuneyti, sem á að vera faglegur embættismaður. Ráðherrar eiga í samskiptum við íslenska hagsmunaaðila og erlenda fulltrúa fyrir hönd ríkisins.
Ráðherrar mega geta lagt fram lög á Alþingi og reyndar koma flest lög landsins frá ráðherrum og ráðuneytum.
Hvað gerir ríkisstjórnin?
Ríkisstjórnin hefur aðsetur í Stjórnarráði Íslands og fundar þar alla þriðjudaga og föstudaga. Þar kynna ráðherrar helstu mál sem þeir eru að vinna að hver fyrir öðrum og ræða þau sín á milli. Stundum er einnig boðað til ríkisstjórnarfunda um það sem er efst á baugi og samkvæmt stjórnarskrá Íslands ber forsætisráðherra að boða til ríkisstjórnarfunda um mikilvæg málefni ríkisins.
Hver ráðherra er æðsti yfirmaður stjórnsýslunnar í þeim málaflokki sem hann fer með. Ráðherrar stýra sínum ráðuneytum og móta þeim pólitíska stefnu.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?