Hvað er meirapróf?

Meirapróf er samheiti yfir nokkrar tegundir bifvélaprófa. Hægt er að taka meirapróf á leigubíla, hópferðabíla og vöru- og flutningabíla (með eða án eftirvagns). Námið er bæði bóklegt og verklegt og útskrifast nemendur með meirapróf í ákveðnum réttindaflokki.

Hvernig gengur námið fyrir sig – og hvað er það langt?

Fyrri hluti námsins er iðulega bóklegur. Þar eru kenndar ýmsar greinar, s.s. í bíltækni, umferðarfræði og skyndihjálp. Seinni hlutinn er verklegur, en þar eru nemendur þjálfaðir á þeim ökutækjum sem prófið gildir á. Náminu lýkur með tveimur prófum; bóklegu prófi í skólanum og verklegu prófi sem tekið er hjá Frumherja. Námið er misjafnlega langt eftir því hvaða réttindi eru tekin: allt frá 20 stundum (leigubílapróf) og upp í 60 stundir (hópbifreið).

Hvað þarf maður að vera gamall til að taka meirapróf?

Til að geta tekið meirapróf verða nemendur að hafa lokið almennu bílprófi (B). Nemendur verða þar að auki að hafa náð ákveðnum aldri og standast læknisskoðun.

  • Við 18 ára aldur getur fólk tekið réttindi á vörubifreið (C1).
  • Við 20 ára aldur getur fólk tekið leigubíla- og sjúkrabílapróf.
  • Við 21 árs aldur opnast möguleikar á að taka hópbifreiðapróf (D1) og vörubifreiðapróf með eftirvagni (CE).
  • Þegar 23 ára aldri er náð öðlast fólk svo réttindi til að taka hópbifreiðapróf (D).

Hvað kostar að taka meirapróf?

Ökunám er einungis kennt í einkareknum skólum og getur því verið kostnaðarsamt. Ráðlegt er að bera saman verðskrár ökuskólanna.

 

 

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar