Get ég fengið kynsjúkdóm þegar ég stunda kynlíf í fyrsta sinn?

583

Er hægt að fá kynsjúkdóm af því að stunda kynlíf, þó maður hafi aldrei stundað kynlíf

Nei það er ekki hægt að fá kynsjúkdóm án þess að stunda kynlíf.  …í laaang flestum tilfellum er það þannig.  Sumir sjúkdómar geta þó smitast t.d. við fæðingu eða við að stinga sig á sýktri nál, fá sýkt blóð.  Til dæmis HIV/AIDS og Lifrarbólga.  Herpes veiran getur líka smitast án þess að hafa samfarir en sýktur vessi þarf að snerta slímhúð til að smit berist og eins er það með kynfæravörtur.   Algengasta smitleiðin er við kynmök þó að munnmök geti valdið hættu á smiti einnig.  Aðrir kynsjúkdómar smitast við kynmök, s.s. samfarir.  Það eru nánast engar líkur á kynsjúkdómi ef þú hefur ekki stundað kynlíf með öðrum.  Eins eru mjög litlar líkur ef þú notar smokk. 

Vona þetta svari spurningunni.  Endilega lestu þér betur til um þetta ef þú hefur áhuga.  T.d. hér: https://www.landlaeknir.is/um-embaettid/greinar/grein/item15422/Spurning…

Bestu kveðjur


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar