Er til einhver framhaldsskóli sem er með eitthvað svipað og skapandi ritun?

108

Mig hefur alltaf langað að skrifað eins og fan fictions en veit ekki í hvaða skóla ég gæti farið í. Ég er núþegar í menntaskóla en var bara dálítið forvitið.

Hæhæ og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Það eru nokkuð margir skólar með áfanga í skapandi skrifum. Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn að Laugarvatni eru allir með einhvers konar skapandi skrif í boði. Þó er mismunandi hvernig áfangarnir eru settir upp fyrir nemendur og frjálsræðið í áföngunum fer eftir skólum. Einnig eru til skapandi skrif námskeið sem væri sniðugt að athuga:)

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans

 


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar