Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Samkvæmt sorpu.is verður málmumbúðum (niðursuðudósir o.fl.) og glerumbúðum (glerkrukkur o.fl.) safnað á grenndarstöðvum. Gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verður safnað á grenndarstöðvum sem verða staðsettar um 500 metra frá hverju heimili. Það á því ekki að setja málmumbúðirnar í svörtu tunnuna heldur á að fara með þær á grenndarstöð.
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?