Ég er mjög kvíðinn manneskja en mér langar að segja upp hlutastarfi sem ég á erfitt léð að senda yfirmanninum mínum og veit ekki hvernig það myndi enda, hvernig get ég ýtt mér frjálsum í að segja upp þó maður er kvíðinn
Hæhæ og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Það getur verið erfitt að segja upp starfi. Þú skuldar vinnuveitanda þínum ekkert og hefur fullan rétt á að segja upp starfinu. Ef það er uppsagnarfrestur er gott að segja upp starfinu sem fyrst. Ef þér finnst mjög óþæginlegt að segja yfirmanni þínum það í persónu getur þú alltaf sent tölvupóst með uppsagnarbréfi á hann.
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?