Sæl ég er að velta fyrir mér orðaforða varðandi stálp og kvár. Mig vantar orð um kvár ef hán er systkin – bróðir – systir – ?
Góðan dag og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.
Þegar einstaklingur er kvár eru stundum notuð kynlaus persónufornöfn eins og hán, en fólk velur persónufornöfnin sem þau vilja nota sjálf og því gæti verið gott að spurja hvaða fornöfn hán vill nota. Kynlaust persónufornafn yfir bróðir og systir væri það einfaldlega orðið systkin.
Við mælum með að fara inn á otila.is ef þú vilt fræða þig meira um hinsegin málefni.
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?