T.d. Ef ég vil verða hjúkrunarfræðingur eða sálfræðingur þarf ég þá að fara í einhvern ákveðin framhaldsskóla til þess að læra starfsgreinina?
Takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.
Flestir háskólar eru með vefsíður þar sem hægt er að lesa sig til um hvaða nám skólinn hefur upp á að bjóða og hvernig það virkar. Þar á meðal er hægt að skoða hæfniskröfur námsins, ss. hvaða hæfniskröfum þú þarft að mæta til þess að byrja í náminu. Þú getur þá leitað að starfsgreininni sem þú hefur áhuga á og komist að því hvaða undirbúning þú þarft fyrir það nám.
Út frá því getur þú skoðað mismunandi menntaskóla og námsbrautir til þess að sjá hvaða braut henti þér best og undirbúi þig best í framhaldsnám í háskóla. Flestir menntaskólar sýna til dæmis hvað hver námsbraut gefur þér margar einingar í hverju fagi, sem getur verið gott að vita ef þú veist hvað þig langar að læra í háskóla og vinna við í framtíðinni.
Einnig eru flestir grunnskólanemendur með aðgang að námsráðgjafa í skólanum sem getur aðstoðað þig við að komast að því hvaða menntaskóli og námsbraut henti þér best:)
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?