Góðan daginn
Ég er einhleypur og á þrjú uppkomin börn. Ef ég fell frá, fá börnin mín þá það sem eftir stendur af lífeyri mínum.?
kv þmm
Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,
Lífeyrissjóðir greiða barnalífeyri með börnum látinna sjóðfélaga og er greiddur til að minnsta kosti 18 ára aldurs.
Skyldulífeyrisréttindi erfast ekki, en Séreignasjóður / Viðbótalífeyrissjóður erfist hins vegar til maka og/eða barna.
Hér geturðu lesið meira um lífeyrismál við andlát:
https://www.lifeyrismal.is/is/spurt-og-svarad/vid-andlat
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?