Háskólagráða og laun

    168

    Ég var að velta því fyrir mér hvort að maður fari automatískt upp um launaflokk í hvaða vinnu sem er þegar lokið er við t.d. Bachelor-gráðu í einhverju fagi. Er það bara ef fagið tengist vinnunni á mjög beinan hátt?
    Er einhver staðar hægt að lesa upplýsingar um svoleiðis?

    Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,

    Svona mál gætu verið mismunandi eftir því hvaða kjarasamningar gilda hjá mismunandi vinnustöðum og í hvaða stéttarfélagi vinnustaðurinn er. Samkvæmt flestum stéttarfélögum eiga þó launþegar rétt á u.þ.b. 8% launahækkun ljúki þeir við háskólagráðu sem tengist starfi þeirra.

    Hér getur þú lesið þig til um kjör og laun hjá t.d. Sameyki og Eflingu

    Kær kveðja,

    Ráðgjafi Áttavitans


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar