Tímavinna

93

Hæ ég er í sumarvinnu og skrifaði ráðningarsamning til 15. ágúst. Þau létu okkur vita núna á föstudaginn að við værum búin 2. ágúst. Við hringdum í yfirmanninn okkar sem sagði að af því að við erum á tímavinnu þá ráða þau tímunum okkar og þurfa ekki að borga okkur til 15. Er þetta í lagi?

Góðan daginn og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.

Ef það á að breyta lokadegi vinnu þá þarf það að vera gert með sérstökum samningi sem þú skrifar undir. Við mælum með að tala við yfirmanninn þinn um þetta eða jafnvel það stéttafélag sem þú ert í.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar