Er ég með geðhvarfasýki 2?

102

Hæhæ, ég var að tala við frænku mína um daginn sem er menntuð í allskonar, og við vorum að tala um geðheilsuna mína, og hún spurði hvort að það væri möguleiki á því að ég væri með geðhvarfasýki 2, þar sem ég fæ ekki maníu, heldur eitthvað sem lýkist hýpómaníu.
Mamma mín var líkamlega ofbeldisfull og pabbi minn og ég fórum að rífast eins og enginn væri morgundagurinn um leið og ég flutti til hans (í ca. 8.bekk).
Ég flökta mikið á milli þess að „þurfa“ ekkert að sofa, sef kannski 3 tíma og segi það gott, og að sofa endalaust og leggja mig þegar ég get. Ég fer frá því að vera rosalega þunglynd og svartsýn yfir í að allt í einu verða rosalega jákvæð og líður eins og allt gengur rosa vel í kring um mig, verð stolt af litlu hlutunum sem ég geri, en svo dett ég aftur niður.
Ég ætla ekki að blaðra meira en ég er aðallega að spá hvort þetta sé eitthvað sem ég ætti að skoða frekar. Ég er þegar greind með þunglyndi, kvíða og hugrof, en nú er ég að spá hvort þessi blanda gæti verið geðhvarfasýki 2. Kemst ekki til læknis, hann er alveg fullbókaður og mér finnst eins og enginn staður býður upp á aðstoð sem mig vantar.

Góðan dag og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans.

Við mælum með að panta tíma hjá Berginu en þar er hægt að fá fría ráðgjöf fyrir 12-25 ára og mögulega góð ráð um hvert er hægt að leita.

Það gæti einnig verið gott að hafa samband við Heilsugæsluna þína og ræða við hjúkrunarfræðing, sálfræðing eða lækni þar.

Gangi þér vel.

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar