Ég er bilaðslega skotin í strák sem er með mer í skóla. Samt hef ég bara einu sinni talað við hann eða eitthvað. Get ekki hætt að fylgjast með honum á instagram og hann like-ar öll póstin mín! Svo dreymir mig hann alltaf á nóttunni. Mér líður pínu eins og einhverjum krípí stalker..en samt grunar mig mögulega að honum líði eins – hef samt ekki hugmynd! Hvað á ég að gera?
Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,
Einfaldast er oftast að koma hreint fram með tilfinningar sínar. Spyrja hvernig honum líður eða jafnvel bjóða á deit, hvað er það versta sem gæti gerst?:)
Við erum öll manneskjur
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?