Hvernig get ég aftengt mig þegar makinn bara þegir?

2

málið er að þegar maki minn verður fyrir einhverskonar mótlæti þá fer það ekki framhjá öðrum . Þetta bitnar sérstaklega á mér .
Er mjög þrúgandi . Þetta gerist sérstaklega ef hann verður eitthvað kvefaður og fl.
Það kom fyrir að hann svarar mér ekki í heila viku. Ég veit ég get ekki breytt honum en hvernig get ég látið þetta ekki hafa áhrif á líðan mína ? Er þessi síða kannski bara fyrir unlinga ? Ég er nefnilega 67 ára 😊

Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,

Alveg eins og makinn þinn á skilið virðingu fyrir sínar tilfinningar þá átt þú líka skilið virðingu í ykkar sambandi, samskipti eru oft lykillinn að heilbrigðu sambandi.

Það er allt í lagi að setja mörk og kröfur á makann sinn og er það oft tækifæri fyrir báða aðila að þróast og vaxa í sambandinu.

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar