Er hægt að fá hjálp við að búa til ferilskrá ?

    137

    Já svo sannarlega!

    Í Hinu Húsinu á Rafstöðvarvegi 7 (110, Rvk) er öflug atvinnumáladeild sem getur aðstoðað þig við allt tengt atvinnuleitinni þér að kostnaðarlausu. Þessi þjónusta er í boði fyrir 16-25 ára.

    Þú getur sent línu á atvinnumal.hitthusid@reykjavik.is eða hringt í síma 411-5500 og fengið samband við atvinnuráðgjafa.

    Einnig geturðu sent inn ferilskrána þína og ráðgjafar lesa yfir hana og koma með gagnlegar ábendingar.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.

     

     


    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar