Mig hefur alltaf langað að skrifað eins og fan fictions en veit ekki í hvaða skóla ég gæti farið í. Ég er núþegar í menntaskóla en var bara dálítið forvitið.
Hæhæ og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Það eru nokkuð margir skólar með áfanga í skapandi skrifum. Menntaskólinn á Akureyri, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Menntaskólinn við Sund, Menntaskólinn á Ísafirði, Fjölbrautaskólinn í Garðabæ, Verzlunarskóli Íslands, Fjölbrautaskóli Suðurlands og Menntaskólinn að Laugarvatni eru allir með einhvers konar skapandi skrif í boði. Þó er mismunandi hvernig áfangarnir eru settir upp fyrir nemendur og frjálsræðið í áföngunum fer eftir skólum. Einnig eru til skapandi skrif námskeið sem væri sniðugt að athuga:)
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?