Hæhæ ég er að klara stútensprof í ár og langar að vinna í rannsóknum á vegum kynferðisbrotadeild lögreglunnar, fíknó eða eitthvað slíkt, en veit ekki hvaða nám ég á að leitast eftir. Kemur afbrotafræði eða lögrelgufræði þar til greina?
Góðan daginn.
Takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans. Við mælum með að skoða lögreglufræði og afbrotafræði, gott getur verið að hafa samband við Háskólann á Akureyri og/eða Háskóla Íslands til að sjá hvaða námsleið hentar best fyrir þessi störf innan lögreglunnar. Einnig getur verið gott að kíkja á þessa síðu fyrir frekari upplýsingar.
Gangi þér vel
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?