Hvernig verður maður sjúkraþjálfari

3

Hvaða framhaldsskóli og braut er bestur fyrir þá sem vilja verða sjúkraþjálfari

Hæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans,

Þessar upplýsingar má finna á vef Háskóla Íslands um inntökuskilyrði fyrir Sjúkraþjálfunarfræði:

Inntökuskilyrði námsleiðar

 

Stúdentspróf eða sambærilegt próf frá erlendum skóla. Nemendur sem lokið hafa prófi frá tækni- og verkfræðigrunni háskólagrunns Háskólans í Reykjavík eða verk- og raunvísindadeild háskólabrúar Keilis teljast uppfylla inntökuskilyrði deildarinnar.

Nemendur eru teknir inn í sjúkraþjálfunarfræði á grundvelli inntökuprófs sem haldið er í júní ár hvert. Inntökuprófið byggist að hluta til á námsefni framhaldsskólanna, en einnig reynir á almenna þekkingu, siðfræðilega afstöðu og rökhugsun. Fjöldi þeirra nemenda sem öðlast rétt til náms í læknisfræði við deildina er takmarkaður, nú við 40.

 

Eins og sjá má er almennt stúdentspróf nægilegt fyrir inntöku að hluta til en byggist inntaka aðallega á inntökuprófinu. Í raun myndi þá hvaða braut sem er næga sem inntökuskilyrði en til þess að undirbúa sig vel fyrri prófið væri betra að velja braut sem er með Líffræði, Íþróttir og Næringafræði í forgangi.

Mbk,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar