meiga áldósir enn fara í svörtutunnuna?

87
Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,

Samkvæmt sorpu.is verður málmumbúðum (niðursuðudósir o.fl.) og glerumbúðum (glerkrukkur o.fl.) safnað á grenndarstöðvum. Gleri, málmum, textíl og skilagjaldsskyldum umbúðum verður safnað á grenndarstöðvum sem verða staðsettar um 500 metra frá hverju heimili. Það á því ekki að setja málmumbúðirnar í svörtu tunnuna heldur á að fara með þær á grenndarstöð.

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar