Hef verið með alvarlega ofbeldisheigð frá því ég var yngri enn 10 ára, allt frá líkamsárás til að reyna að eitra fyrir hundi nágrannans og hefur verið að aukast nýlega, hef enn ekki farið það langt að drepa neinn eða neitt dýr enn hef alltaf verið að glíma við tilhugsunina að vilja það, hef ekki verið að fara mikið út úr húsi nýlega, hef reynt að fá aðstoð áður enn gagnslausa geðdeildin á SAK hætti að nenna að sinna starfinu sínu eftir að ég hitti geðlækni þar tvisvar.
Góðan dag og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans.
Við mælum með að hafa samband við hjálparsíma Rauða Krossins í síma 1717 og leita hjálpar. Hægt er að leita hjálpar til dæmis hjá Berginu eða Geðhjálp en þar er hægt að fá fría ráðgjöf en einnig er hægt að heyra í heilsugæslunni í sínu hverfi og fá tíma hjá lækni.
Gangi þér vel,
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?