Hæ, ég er orðn 14. ára og séð og kynnst fullt af fólki en aldrei fundist neinn sætur, hvorki stelpa eða strákur. Mig langar heldur ekkert til að byrja með neinum, fara í sleik eða stunda kynlíf. Tengjast greiningar, adhd, einhverfa, asperger, o.fl því hvort maður verði skotin í einhverjum eða ekki? Er eðlilegt að vera ekki skotin í neinum og langa það ekkert?
Hæhæ og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans!
Það er eðlilegt á þessum aldri að vera ekki skotin/nn/ð í neinum.
Þú gætir einnig kynnt þér eikynhneigð eða asexuality og séð hvort þú tengir við það og getur kynnt þér það betur til dæmis hér: https://otila.is/hinsegin-regnhlifin/kynhneigd/eikynhneigd/
Greiningar geta haft einhver áhrif á þetta líka.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?