Ég er að lesa fb póst frá aðstandanda einhverfrar konu um að nálgun Barnaverndar til hennar sé ekki að taka tillit til þess að konan sé einhverf og því fötluð. Það kom blátt upp á mig sem hafði ekki tengt taugaþroskaraskanir eins og ADHD, Asperger og Einhverfu beinlínis við að vera sjálfkrafa með fötlun og eiga rétt á málsmeðferð miðaða að fötluðum.
Hæhæ og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Það er talið vera fötlun ef að einhverfa einstaklings er hamlandi fyrir viðkomandi í daglegu lífi. Þá eiga þau rétt á viðeigandi stuðning miðað við þarfir. Hér fyrir neðan er spurning sem kom til okkar 2022:)
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?