Ef ég er einhverf, er ég þá fötluð?

    280

    Ég tengi við flesta hluti sem gerir mann einhverfann og fólk segir að sá sem eru einhverfir séu fatlaðir og ég er ekki ósátt við því eða neitt en ég vil virkilega að fá útskýringu um hvort ég væri þá tæknilega séð fötluð.

    Hæ og takk fyrir að hafa samband.

    Talað er um fötlun á einhverfurófinu svo í stuttu máli sagt er einhverfa fötlun. Einhverfa er þó ekki fötlun sem sést utan á fólki en hún birtist í öllum samskiptum og hegðun einstaklingsins. Um er að ræða truflun á taugaþroska og eru einkenni oft mjög ólík milli einstaklinga.

    Á heimasíðu einhverfusamtakanna er ýmis fróðleikur sem vert er að skoða.

    Mbk.
    Áttavitinn ráðgjöf.

     


    • Var efnið hjálplegt?
    •    Nei

    Ert þú með spurningu?

    Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

    Spyrja spurningar