Rangaviltur

88

HæHæ
Ég er 19 ára gamall og var að vinna á stað og var í skóla svo ætla ég að klára menntaskóla en hætti því og fór að vinna að fylla á gosið og núna sé ég eftir að hafa hætt í gömlu vinnunni minni og skólanum og veit ekki hvað ég vill gera í lífinu og starfi sem ég vinn núna er hundleiðinlegt og tekur á og ég er enn í starfinu svo ég fái pening til að lifa en ég veit ekki hvernig er hægt að komast út ír þessu þunglyndis lífi þar sem ég vinn þessa vinnu kem svo heim og leiðist í stað þess að finna það sem manni langar að gera en ég veit ekki hvað ég vill gera við lífi mitt og á erfitt með að þora að gera hluti en þarf að komast út úr því sem fyrst svo ég finni hamingju en veit ekki hvar á að byrja

Hæhæ, og takk fyrir að hafa samband við Ráðgjöf Áttavitans.

Hitt Húsið býður upp á atvinnuráðgjöf og gæti það hentað þér vel sem byrjun en þú getur lesið um hana hér.

Svo viljum við einnig benda á Bergið Headspace en þar er hægt að fá ráðgjöf og getur þú skoðað nánar um það hér.

Gangi þér sem allra best.

Kær kveðja,

Ráðgjafi Áttavitans


  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar