Hvað gerir Atvinnumáladeild Hins Hússins?

í Hinu Húsinu starfa sérfræðingar í atvinnumálum sem aðstoða alla á aldrinum 16 til 25 ára við að styrkja stöðu sína á vinnumarkaði. Þar getur þú meðal annars fengið markvissa ráðgjöf í atvinnuleitinni og öllu sem henni tengist.

Avinnumáladeild Hins Hússins aðstoðar þig við að: 

  • gera góða ferilskrá,
  • finna upplýsingar um hvar hægt sé að sækja um vinnu,
  • hvernig eigi að gera kynningarbréf með atvinnuumsókn,
  • undirbúa þig fyrir atvinnuviðtöl,
  • aðstoða þig við að finna út þitt áhugasvið og setja þér markmið,
  • skoða leiðir til þess að ná markmiðum þínum.

Hjá Atvinnumáladeildinni starfa atvinnuráðgjafar sem svara spurningum og vangaveltum um allt sem tengist atvinnumálum ungs fólks. Öll þjónusta er ókeypis!

Hvar er atvinnuráðgjöfin og hvernig panta ég tíma?

Atvinnumáladeild Hins Hússins er staðsett í Hinu Húsinu, Rafstöðvarvegi 7-9 í Elliðaárdal.

Þú getur hringt í síma 411-5500 og pantað tíma í atvinnuráðgjöf eða í ráðgjöf í gegnum síma/Skype. Einnig geturðu sent okkur ferilskrána þína á netfangið: atvinnumal.hitthusid@reykjavik.is og við förum yfir hana og komum með góðar ábendingar.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar