Ég er semsagt orðinn 18 ára og er í fullri starfi en í hvert skipti sem ég reyni að sækja um yfirdrátt verð mér hafnað. Hvað eru þá skilyrðin ?
Sæl og takk fyrir að hafa samband við ráðgjöf Áttavitans,
Viðskiptavinur bankans þarf að uppfylla lánshæfisskilyrði til þess að geta fengið yfirdráttarheimild. Það eru skilyrði sem velta á ýmsu í fjárhagi einstaklings. Mín ráðgjöf er að bóka tíma hjá þjónustufulltrúa í bankanum þínum. Þau geta útskýrt nánar hvað þú þarft að gera til þess að fá heimild fyrir yfirdrættinum:)
Kær kveðja,
Ráðgjafi Áttavitans
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?