Hvað er desemberuppbót?

Desemberuppbót er bónusgreiðsla sem atvinnuveitendum er skylt að greiða starfsfólki sínu. Desemberuppbótin er greidd út í einni greiðslu, venjulega í desember eins og nafnið gefur til kynna.

Hverjir eiga rétt á desemberuppbót?

Allir sem starfað hafa í 100% starfi í 45 vikur á ári eiga rétt á fullri desemberuppbót. Sé fólk í hlutastarfi á það líka rétt á desemberuppbót en fær hana greidda eftir starfshlutfalli sínu. Til að eiga rétt á lágmarks uppbót þarf fólk að hafa starfað samfleytt í þrjá mánuði á árinu og fær þá greitt eftir starfshlutfalli og starfstíma.

Hversu há er desemberuppbót?

Upphæðin fer eftir kjarasamningum hverju sinni. Hér að neðan má sjá upphæðir desemberuppbótar árið 2022 hjá nokkrum vinnustöðum og stéttarfélögum:

  • Ríkið greiðir 98.000 kr. í desemberuppbót árið 2022.
  • Reykjavíkurborg greiðir 124.750 kr. í desemberuppbót árið 2022.
  • Desemberuppbót samkvæmt samningum VR er 96.000 kr. fyrir árið 2022.
  • Sveitarfélögin greiða 124.750 kr. í desemberuppbót árið 2022.

Best er að hafa samband við sitt stéttarfélag til að spyrjast fyrir um desemberuppbót og athuga hvaða rétt maður hefur.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar