Hversu langan hvíldartíma á starfsfólk rétt á?

Launafólk á rétt á 11 klukkustunda samfelldri lágmarkshvíld á hverjum 24 tímum, eða sólarhring. Auk þess á það rétt á 1 hvíldardegi á viku (og í beinu framhaldi af 11 klukkustunda hvíld). Vikulegur hvíldardagur skal vera á sunnudegi, sé það hægt. Hámarksvinnutími á viku skal að jafnaði ekki vera lengri en 48 virkar vinnustundir (með yfirvinnu).

Hvað á starfsfólk rétt á löngum matartíma?

Almennt eiga starfsmenn rétt á 5 mínútna pásu fyrir hvern klukkutíma í vinnu. Þannig geta sum ákveðið að taka sér 30 mínútur í mat og 10 mínútur í kaffipásu sé um fullt starf að ræða. Á sumum vinnustöðum er matartíminn 60 mínútur. Ólíkt er eftir vinnustöðum hvort að greitt sé fyrir matartíma eða ekki.

Ef vinnustaður fellur niður matartíma starfsfólks á það rétt á að hætta fyrr í vinnunni í staðinn.

Nánari upplýsingar:

Matar- og kaffitímar skv. samningi VR og SA.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar