Hvað er uppsagnarfrestur?

Uppsagnarfrestur er sá tími sem launþegi þarf að vinna eftir að starfi er sagt upp. Uppsagnarfrestur er gagnkvæmur; hann er sá sami hvort sem launþegi eða atvinnuveitandi segir upp. Því hafa báðir aðilar sömu skyldu að virða þennan frest.

Hvað er uppsagnarfrestur langur?

Uppsagnarfrestur er mis langur eftir kjara- og starfssamningum. Einnig getur verið að hann lengist, því lengur sem unnið er hjá sama fyrirtæki. Algengt er að uppsagnafrestur sé:

  • 1 mánuður fyrir fyrsta ár í starfi,
  • 2 mánuðir eftir þrjú ár í starfi og
  • 3 mánuðir eftir fimm ár í starfi.

Fyrir þá sem hafa unnið í minna en eitt ár gilda aðrar reglur sem eru mismunandi eftir stéttarfélögum.

Skv. kjarasamningum VR er uppsagnarfrestur svohljóðandi:

  • Á fyrstu þremur mánuðum í starfi (reynslutími), 1 vika.
  • Á fjórða til sjötta mánuði í starfi, 1 mánuður, uppsögn skal vera um mánaðamót.
  • Eftir sex mánaða starf, 3 mánuðir, uppsögn skal vera um mánaðamót.

Skv. Eflingu og SA:

  • Fyrstu tvær vikurnar í starfi er enginn uppsagnarfrestur.
  • Eftir tveggja vikna samfellt starf hjá sama atvinnurekanda: 12 almanaksdagar.
  • Eftir 3 mánuði samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 1 mánuður m.v. mánaðamót.
  • Eftir 2 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 2 mánuðir m.v. mánaðamót.
  • Eftir 3 ár samfellt í starfi hjá sama atvinnurekanda: 3 mánuðir m.v. mánaðamót.

Hafa skal í huga að . . .

  • Uppsögn þarf að vera skrifleg svo hún sé lögmæt;
  • Ef vinnuveitandinn vill ekki að starfsmaður vinni uppsagnarfrestinn, þarf hann samt að greiða laun út uppsagnartímabilið;
  • Ef starfsmaður er með tímabundinn ráðningarsamning (oft eitt ár í senn), þá getur hvorki hann né vinnuveitandinn sagt samningnum upp nema með samþykki hins aðilans.

Nánari upplýsingar:

VR – Uppsagnarfrestur

ASÍ – Uppsagnarfrestur

BHM – Uppsagnarfrestur

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar