Hvað er best að borga fyrst?

Allar skuldir sem eru komnar í innheimtu eða vanskil er best að borga fyrst. Eins er mikilvægt að greiða húsaleigu og húsnæðislán sem fyrst, svo þau mál fari ekki í óefni. Þar á eftir ætti að reyna borga af lánum sem bera háa vexti, s.s. yfirdrátt, lán á kreditkortum og smálán. Góð regla er að setja sparnaðinn í forgang ásamt greiðslum af lánum og borga ákveðna upphæð inn á sparnaðarreikning í upphafi mánaðar.

Allir reikningar eru álíka mikilvægir

Ef reikningar eru ekki greiddir á réttum tíma leggjast á þá dráttavextir sem í dag eru 11,5%. Fari reikningar í innheimtu bætist sérstakur innheimtukostnaður við. Sjái fólk ekki fram á að geta greitt ákveðna reikninga, t.d. símreikninga, er sennilega best að láta loka þjónustunni.

Það er alltaf betra að semja

Mikilvægt er að semja við banka og aðra lánadrottna áður en málin eru send í innheimtu. Ef fólk getur ekki borgað ákveðna reikninga við mánaðarmót má mögulega semja um greiðslur. Vissulega er dýrt að skulda – en enn dýrara að standa straum af kostnaði við innheimtu.

  • Var efnið hjálplegt?
  •    Nei

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar