Hvað er vanskilaskrá?
Vanskilaskrá er gagnagrunnur yfir fólk sem hefur ekki greitt skuldir sínar við ákveðin fyrirtæki eða stofnanir. Yfirleitt endar fólk ekki á vanskilaskrá nema skuldin hafi farið í innheimtu og ekki verið greidd.
Hvaða skuldir geta endað á vanskilaskrá?
Í raun geta allar skuldir einstaklinga og fyrirtækja við fyrirtæki og stofnanir lent á vanskilaskrá séu þær ekki greiddar. Einstaka stöðumælasektir eða sektir frá vídeóleigum enda þó ekki á vanskilaskrá.
Hvað getur fólk gert til að lenda ekki á vanskilaskrá?
Það eina í stöðunni er að greiða skuldina innan 14 daga eftir að tilkynning berst, að öðrum kostum er líklegt að maður lendi á vanskilaskrá.
Hvað er til ráða fyrir fólk á vanskilaskrá?
Fólk á vanskilaskrá getur greitt skuldina að fullu eða beðið í 4 ár eftir að hún hverfi af vanskilaskrá. Betra er að borga skuldina, því það að vera á vanskilaskrá getur oftar en ekki sett strik í reikninginn fyrir fólk. Það getur átt í erfiðleikum með ýmis konar lánafyrirgreiðslur, fær ekki yfirdráttarheimild eða bílalán og getur ekki stofnað til reikningsviðskipta við fjarskiptafyrirtækin. Ef krafan er á misskilningi byggð verður vanskilaskrá að fá staðfestingu um slíkt frá kröfuhafa.
- Svör við algengum spurningum um vanskilaskrá má finna á heimasíðu Creditinfo.
HVAÐ SEGIR ÞÚ UM ÞETTA EFNI?