Skoða þarf hvort stærð eistnanna sé að breytast og hvort hnútar finnist á þeim.  Ástæðan fyrir þessu er að krabbamein í eistum getur komið upp hjá strákum á unglingsaldri og því fyrr sem það uppgötvast því betri líkur eru á að lækna það.

Leiðbeiningar við eistnaskoðun:

  • Skoða ætti eistun í hverjum mánuði eftir sturtu eða bað.
  • Haldið er með báðum höndum um annað eistað.
  • Rúlla skal þumlunum og fingrunum eftir eistanu.
  • Leitað er eftir hnútum á eistanu sem eru yfirleitt litlir, eins og baun, hneta eða hrísgrjón. Ofan á hvoru eista er þykkildi, en það eru eistnalyppurnar sem þroska sáðfrumurnar.
  • Leita skal einnig eftir breytingu á stærð eistnanna frá síðustu skoðun. Hafa skal í huga að annað eistað, oftast hægra eistað, getur verið aðeins stærra en hitt og er það eðlilegt.
  • Ef maður finnur bólgu, hnút, verki eða breytingu á stærð eistnanna er ráðlegt að panta tíma hjá heimilislækni eða ráðfæra sig við hjúkrunarfræðing.
  • Þó maður finni hnút í eistunum eða óþægindi þarf ekki að vera að um krabbamein sé að ræða, en rétt er að láta lækni samt alltaf skoða það.

Ert þú með spurningu?

Öflugt ráðgjafarteymi sérfræðinga svarar spurningum þínum; um kynlíf, námið, sjálfsmyndina, þunglyndi, fíkn, sambönd eða hvað annað sem þér liggur á hjarta. Full nafnleynd og 100% trúnaður.

Spyrja spurningar